Leiðtogar friðarbaráttunnar

Í friðarbaráttum gegnum árin hafa menn risið upp sem fólk lítur á sem leiðtoga sína eins og Mahatma Gandhi.

Mahadma Gandhi fæddur 20. október 1869, var þekktur fyrir að leiða indversku sjálfstæðisbaráttuna gegn breskum yfirráðum og friðarhreyfinguna. Þrátt fyrir að hafa staðið í svona mörgum baráttum og samfélagslegum hreyfingum notaði Gandhi aldrei líkamlegt ofbeldi. Hann trúði því að friðsæl mótmæli gætu leyst allar deilur manna.Eftir mikla og langa baráttu tókst Gandhi að leiða Indland að sjálfstæði. Gandhi var innblástur um allan heim.

30. janúar 1948 var Gandhi skotin þrisvar sinnum í bringuna af öfgafullum Hindúa, skotinn leiddu að dauða hans en þá var hann orðinn 78 ára að aldri. Gandhi hefur en í dag áhrif á heiminn. Í Indlandi er hann kallaður “babu” sem þýðir faðir þjóðarinnar.

4E3EA0F3-EB0B-4560-92F6-C700B2BC7583

Annar leiðtogi friðarbaráttunnar var Nelson Mandela. Hann fæddist 18. júlí 1918 í litlu þorpi. Hann fæddist inn í virta afríska ætt sem missti síðan næstum allt vegna óréttlætis gagnvart svörtum samkvæmt lögum. Þegar hann var 17 ára yfirgaf hann heimilið sitt og fór að læra lögfræði í Johannesburg. Þar fann hann fyrir miklu kynþáttahatri og fór því að berjast fyrir réttindum svartra. Árið 1962 var hann dæmdur í fangelsi fyrir landráð. Hann var í 27 ár í fangelsi en þegar hann komst út árið 1994, var haldin fyrsta kosningin þar sem svartir fengu atkvæðisrétt í fyrsta sinn og Mandela var kosinn forseti Suður Afríku. Hann gengdi embætti forsetisráðherra í 5 ár áður en hann settist í helgan stein og dó 5. desember 2013.

87DB9687-D33C-43FD-BB97-B2F49566945E

Réttindabarátta svertingja

Réttindabarátta svertingja var barátta fyrir samfélagslegu jafnrétti sem átti sér stað á árunum í kringum 1950 og 1960. Í þessari baráttu börðust svertingjar fyrir því að öðlast jafnrétti því á þessum tíma var mikið um óréttlæti gegn svörtum, sérstaklega samkvæmt lögum og í almennum samgöngum.

Borgarastríðið hafði opinberlega endað þrældóm en það hafði ekki endað mismun gegn svörtum svo kynþáttahatur og sorglegar afleiðingar þess héldu áfram. Misréttið hélst áfram alveg til 1970 og svo alveg fram til okkar tíma. Á miðri 20. öld höfðu svertingjar fengið nóg af þessu öllu. Þeir ásamt mörgum hvítum mönnum hófu baráttu fyrir jafnrétti sínu, sem var áður óþekkt. Þetta varði yfir tvo áratugi.
7 mars 1965 tók réttindabaráttan í Alabama frekar ofbeldisfulla stefnu. 600 manns tóku þátt, friðsamlega, í Selma to Montgomery göngunni, til að mótmæla drápum svertingja af hvítum lögregluþjónum og hvetja til löggjafar. Þegar þau voru að koma að Edmund Pettis brunni voru þau stöðvuð af lögreglunni í Alabama. Mótmælendurnir neituðu að hætta og voru því illa barin og var kastað táragasi í þau. Margir mótmælendur voru lagðir inn á spítala eftir þetta. Atvikið var allt í sjónvarpinu og var þekkt sem “Bloody Sunday”.
Martin Luther King Jr var frægasti leiðtogi svartra Bandaríkjamanna og mannréttindabaráttu þeirra á sjötta og sjöunda áratug 20. aldarinnar. King helt sína frægustu ræðu árið 1963 í göngunni í Washington fyrir vinnu og frelsi, “I have a dream”.

Continue reading Réttindabarátta svertingja

Bítlarnir og friðarhreyfingin

Bítlarnir voru rokkhljómsveit á árunum 1960-1970. Bítlarnir komu frá borginni Liverpool í Englandi. Þeir spiluðu áhrifamikla tónlist og hægt er að tengja lögin mikið við þessa tíma og friðarhreyfinguna. Meðlimir hljómsveitarinnar voru John Lennon, Paul McCartney, Ringo Star og Georg Harrison. Ringo og Georg voru oft dæmdir fyrir að vera ekki nógu góðir tónlistarmenn og sagt er að þeir héldu ekki oft ekki nógu vel takt við lögin. John Lennon og Paul McCartney voru langmestur hæfileikarnir í þessu bandi. Til að byrja með voru Bítlarnir að spila á smáklúbbum í borginni, en áður en þeir vissu voru byrjaðir að spila á stórum leikvöngum og orðnir þekktir um allan heim. Þekktustu lögin þeirra eru “all you need is love”, “here comes the sun” og “can’t buy me love”.

En allt gott tekur að lokum enda. Eftir mikla frægð og velgengni var komið gott. Árið 1969 tilkynnti aðalsöngvarinn John Lennon að hann væri að hætta í bandinu til að byrja sinn eigin feril. Ári seinna tilkynnti Paul McCartney að hljómsveitin væri að hætt fyrir fullt og allt.

John Lennon átti miklu velgengni að fagna eftir að hafa hætt í Bítlunum. Hann samdi og söng til dæmis lögin “Imagine” og “Woman” með eiginkonunni sinni Yoko Ono. Árið 1980 var Lennon skotinn fyrir utan húsið sitt og lést. Friðarsúlan var reist í Viðey til minningar um John Lennon. Yoko Ono kemur á hverju ári 9. Október, afmælisdagurinn hans, til að sjá þegar kveikt er súlunni sem skín svo skært. Slökkt er á súlinni 8. Desember, dagsetningin sem John Lennon var skotinn.

Paul McCartney hefur átt góðan feril eftir lok Bítlanna og er hann enn í dag einn þekktasti gítarleikari heims. Nýlega spilaði hann á gítar með Rihönnu og Kanye West í lagi sem sló í gegn. Ringo Star og Georg Harrison hafa ekki gert neitt minnisvert eftir lok Bítlanna

Ennþá í dag hafa lög Bítlanna áhrif á daglegt líf.

Réttindabarátta kvenna

Réttindarbaráttur eru mikilvægar í sögu mannkyns. Þær vinna gegn óréttlæti gagnvart öðrum vegna húðlitar, kyns, kynhneigðar o.fl.

Í kringum seinni heimsstyrjöldina og löngu fyrr höfðu konur alltaf verið heimavinnandi á meðan kallar fóru út að vinna. Kvennmenn áttu að vera heima með börnin, taka til, búa til mat og sjá um heimilið. En þetta var ekki nóg fyrir margar konur því þeim langaði líka að vera annað en þjónustukonur á sínu eigin heimili. Þeim langaði að vinna vinna “karla störf” sem í dag eru bara iðnaðarstörf s.s. vélvirkjar, bílstjórar o.fl.

Fyrsti fundur sem helgaður var réttindum kvenna var haldinn 19.-20. júlí 1848 Seneca falls í New York. Aðal skipuleggjendur Seneca falls ráðstefnunnar voru Elizabeth Cady Stanton fjögurra barna móðir frá upphéruðu Ney York og bindindiskonan Lucretia Mott.

Í baráttunni stóðu margir upp gegn óréttlætinu. Eins og dæmi má nefna bjó maður að nafni J. Howard Miller plakat. Hann bjó þetta plakat til fyrir Westinghouse Electric árið 1943 sem hvatningar mynd til að byggja upp móral starfsmanna.

 

Hippar og eiturlyf

Hippar voru mjög frjálslyndir þegar það kom að mörgum hlutum. Þeir notuðu eiturlyf of mikið af því. Helstu eiturlyfin sem þau notuðu voru marejúana, alsæla og ofskynjunarsveppir.

Útskýring hippanna fyrir þessari eiturlyfjanotkun var að þeir vildu komast á alla staði meðvitundarinnar. Þeir héldu að eiturlyfin kæmu þeim í annað, betra hugarástand.

Tölfræði sýnir að á árunum 1975-1980 hafi eiturlyfjanotkun verið sem allra mest í heiminum. En eftir hippatímabilið minnkaði hún mikið.

Eftir nokkurn tíma byrjuðu hipparnir að nóta sterkari eiturlyf eins og kókaín, heróín og peyote. Það má segja að þeir gleymdu því sem þeir sögðu um meðvitundina og voru í raun bara orðnir dópistar. Þetta varð til þess að hipparnir fækkuðu svakalegar, margir fóru aftur í skólann en margir sátu eftir í sárum með eiturlyfin sín.

Auðvitað eru eiturlyf ennþá notuð í dag og eru talin mikið sterkari, en fjöldi fólks sem notast við eiturlyf verður vonandi aldrei jafn hár og á þessum tíma.

Friðarhreyfingar

Í dag ætlum við að fjalla um friðarhreyfingar sem brutust út í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar á sama tíma og kaldastríðið byrjaði.

Það eru mismunandi hugmyndir yfir það hvað friður er eða á að vera sem leiddi síðan að því að það urðu til nokkrar friðarhreyfingar.

Friðarhreyfing er hugtak sem notað hefur verið yfir samfélagslega hreyfingu sem leitast við það að enda stríð og enda það að menn drepi aðra menn í ákveðnum aðstæðum.  Stærsta friðarhreyfingin átti upptök í Bandaríkjunum stuttu eftir seinni heimstyrjöldina. Bandaríkin voru á þeim tíma í stríði við Víetnam. Þegar kalda stríðið var að líða undir lok voru bandarískir friðarsinnar að einbeita sér að því að hægja á vopnakapphlaupinu í þeirri trú um að það muni minnka möguleikann á kjarnorkustríði milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.